Ráin býður upp á fyrsta flokks ráðstefnuaðstöðu. Þingsalirnir okkar tveir eru tilvaldir fyrir stærri og minni samkomur, hvort sem um er að ræða fundi, fræðslu eða almenn veisluhöld. Tilvalið er að fá tilboð í veitingar úr veislueldhúsi okkar.
Þingsalur 1 getur tekið allt að 180 manns í sæti og þingsalur 2 allt að 100 manns.
Með þingsölunum er hægt að leigja ýmsan tækjabúnað til að gera samkomuna árangursríka og ánægjulega.
Ef þig vantar frekari upplýsingar hringdu þá endilega í okkur í síma 421 4601 eða sendu okkur tölvupóst á [email protected]
Meðfylgjandi er pöntunarblað sem hægt er að fylla út og símsenda á 421 2100.
Með kveðju,
Starfsfólkið á Ránni